Menu Close

Um mig

Ég er sjálfstæður starfandi tökumaður, framleiðandi og klippari með fyrirtækið MOA PRODUCTION ég hef unnið mikið fyrir íþróttasamband fatlaðra og fyrir RÚV, ég vinn verkefnin mín jafnt og þétt og reyni að klára öll mín verk samdægurs. Ég tekð að mér verkefni fyrir fyrirtæki, íþróttafélög og fleira.

Ég bý til auglýsingar sem hægt er að nota sem kynningu á samfélagsmiðlum eða í sjónvarpi.

Menntun:

Kláraði grunnskólapróf við Gerðaskóla í Garði

Stundaði 4 ára nám við fjölbrautaskóla Suðurnesja

Árið 2021 tók ég ljósmyndnámskeið á vegum CANON

Hef menntað mig við ýmis námskeið í markaðsetningu og hönnun á myndböndum

Starfsferill:

Síðan árið 2019 hef ég unnið sem verktaki, ég hóf störf mín hjá RÚV í sjónvarpsþáttunum Með Okkar Augum og fékk þar í framhaldinu vinnu sem tökumaður og klippari hjá sjónvarpstöðinni Hringbraut og einnig sem ljósmyndari fyrir FRÉTTABLAÐIÐ. ég hef unnið mikið fyrir íþróttasamband fatlaðra, Íþrótta og Ólympíusamband Ísland og einni hef ég verið að vinna verkefni fyrir einhverfusamtökin. Særtsu verkefni sem ég hef fengið er að mynda stærsta íþróttaviðburð heims Heimsleika Special Olympics, einnig hef ég fengið smá verkefni við trailer gerð fyrir Netflix